Berlusconi á sjúkrahús

Silvio Berlusconi.
Silvio Berlusconi. AFP

Silvio Berlusconi, milljónamæringur og fyrrverandi forsætisráðherra Ítalíu, var lagður inn á sjúkrahús í Mílanó í dag. Berlusconi er 82 ára gamall. Fjölmiðlar á Ítalíu segja hann hafa fengið nýrnasteinakast og hafa eftir heimildarmönnum sínum innan Forza Italia-flokksins að veikindin séu ekki alvarleg að forsætisráðherrann fyrrverandi svari símanum og sé að vinna.

Berlusconi ætlaði að vera viðstaddur fund flokksins í dag vegna kosninganna til Evrópuþingsins sem fram fara í næsta mánuði. Þar er Berlusconi í framboði. Læknar hans sögðu það hins vegar ómögulegt, hann yrði að leggjast inn á spítala og jafna sig.

Hann var forsætisráðherra Ítalíu þrisvar sinnum á árunum 1994-2011. Fjölmiðlar flytja oft og reglulega fréttir af heilsufari hans og óhöppum. 

Berlusconi sætir nú rannsókn fyrir að múta fjölda vitna til að koma í veg fyrir að þeir segi frá því sem gekk á í villtum partíum hans í dómsmáli sem höfðað hefur verið gegn honum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert