Gagnrýni á ákvörðunina „óásættanleg“

Ákvörðun yfirkjörstjórnar Tyrklands um að endurtaka skuli borgarstjórakosningarnar í Istanbúl …
Ákvörðun yfirkjörstjórnar Tyrklands um að endurtaka skuli borgarstjórakosningarnar í Istanbúl er vægast sagt umdeild. AFP

Yfirkjörstjörn Tyrklands sagði í dag að gagnrýni á störf nefndarinnar og umdeilda ákvörðun hennar um að láta endurtaka borgarstjórakosningarnar í Istanbúl, væri „óásættanleg“.

„Það er óásættanlegt að vega persónulega að trúverðugleika dómaranna vegna ákvörðunarinnar sem þeir tóku,“ sagði yfirkjörnefndin, samkvæmt tyrkneska ríkismiðlinum Anadolu.

Í frétt Anadolu, sem AFP-fréttaveitan vitnar til, segir að kjörstjórnin segist ætla að „halda áfram að gera skyldu sina þrátt fyrir þrýsting, rógburð, móðganir og hótanir,“ en ákvörðunin hefur verið gagnrýnd bæði innanlands og utan.

Sjö kjörstjórnarmenn greiddu atkvæði með því láta endurtaka borgarstjórakosningarnar í Istanbúl, en fjórir lögðust gegn því.

Í frétt Anadolu, sem AFP-fréttaveitan vitnar til, segir að kjörstjórnin …
Í frétt Anadolu, sem AFP-fréttaveitan vitnar til, segir að kjörstjórnin segist ætla að „halda áfram að gera skyldu sína þrátt fyrir þrýsting, rógburð, móðganir og hótanir,“ en ákvörðunin hefur verið gagnrýnd bæði innanlands og utan. Myndin sýnir mótmælendur í Istanbúl í gær. AFP
mbl.is