Móðir ákærð fyrir að myrða syni sína

Parið var leitt fyrir dómara í dag.
Parið var leitt fyrir dómara í dag.

Bresk móðir hefur verið ákærð fyrir að myrða tvo syni sína á unglingsaldri. Atvikið átti sér stað síðastliðinn föstudag, 24. maí, á heimili þeirra í Sheffield.  BBC greinir frá. 

Sarah Barrass, sem er 34 ára gömul, er sökuð um að hafa myrt syni sína tvo, Blake Barrass sem var 14 ára og Tristan Barrass, 13 ára, í Shiregreen-hverfinu í Sheffield í Bretlandi. 

Auk hennar er Brandon Machin, 38 ára gamall maður, einnig ákærður fyrir morðin. Þau voru leidd fyrir dómara í Sheffield Crown Court í dag. Ekki er tilgreint hver tengsl mannsins eru við meint fórnarlömb. 

Móðirin er einnig ákærð fyrir morðtilraun í þremur liðum gegn tveimur börnum til viðbótar, en alls voru fjögur börn flutt á spítala í kjölfar árásarinnar, utan hinna látnu. Þau voru átta mánaða, þriggja ára, ellefu og tólf ára gömul.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert