Flokkur Erdogans tapar í kosningum

Ekrem Imamoglu verður að líkindum borgarstjóri í Istanbúl.
Ekrem Imamoglu verður að líkindum borgarstjóri í Istanbúl. AFP

Fyrstu niðurstöður kosninganna um borgarstjóra í Istanbúl gefa til kynna öruggt forskot Ekrem Imamoglu, fram­bjóðanda stjórn­ar­and­stöðuflokks­ins CPH, Flokks fólks­ins. 

CPH er með 53,7% atkvæða en AKP með 45,5% atkvæða. 95% þeirra hafa verið talin.

AKP, Rétt­læt­is- og þró­un­ar­flokkur Recep Tayyips Er­dog­ans Tyrk­lands­for­seta, með Binali Yilidirim í fararbroddi, hefur viðurkennt ósigur, að því er segir hjá Al Jazeera.

Verið er að endurtaka kosningar sem haldnar voru í mars en voru dæmdar ógildar af yfirkjörstjórn. Þar fór CPH einnig með sigur af hólmi en aðeins munaði 14.000 atkvæðum. Munurinn er mun meiri núna.

„Eins og niðurstöðurnar líta út núna hefur keppinautur minn Ekrem Imamoglu forskot. Ég óska honum til hamingju með þetta og jafnframt óska ég honum góðs gengis,“ er haft eftir Yilidirim, frambjóðandanum í flokki Erdogans forseta.

Flokkur Erdogan hefur játað sig sigraðan.
Flokkur Erdogan hefur játað sig sigraðan. AFP

Kosningarnar hafa verið sagðar prófsteinn á vinsældir Erdogans en umdeild var sú ákvörðun að endurtaka þær. 

At­hygli hef­ur vakið núna í aðdrag­anda kosn­inga að Er­dog­an hef­ur ekki haft sig mikið frammi í kosn­inga­bar­átt­unni.

For­set­inn þeytt­ist út um allt Tyrk­land í mars­mánuði í aðdrag­anda fyrri kosn­ing­anna og lagði mikla áherslu á að flokk­ur hans þyrfti að ná góðum ár­angri. Svo töpuðust þær kosningar en menn voru þá látnir ganga aftur til kosninga.

Er­dog­an hef­ur svo lítið látið á sér bera í aðdrag­anda þessara kosn­ing­a og á fimmtu­dag lét hann frá sér um­mæli þess efn­is að sama hver niðurstaðan yrði myndi flokk­ur hans una henni.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert