Þúsundir yfirgefa bæi á Havaí vegna gróðurelda

Gróðureldarnir, sem kviknuðu í gærmorgun, loga í dal á eyjunni ...
Gróðureldarnir, sem kviknuðu í gærmorgun, loga í dal á eyjunni Maui. Kort/Google

Þúsundir hafa nú verið látin yfirgefa tvo bæi á eyjunni Maui á Havaí vegna gróðurelda sem þar loga nú á um 1.200 hekturum lands. Guardian hefur eftir yfirvöldum á Havaí að ekki hafi tekist að koma böndum á eldinn sem logar í dal á eyjunni.

Sagði Mike Victorino, borgarstjóri Maui, slökkvilið fylgjast með eldinum í nótt en að hann hafi verið metinn of hættulegur til að reyna að vinna á honum í rökkrinu.

„Við getum ekki reynt að slökkva eldinn í nótt,“ sagði hann. „Við ætlum ekki að hætta lífum slökkviliðsmanna“.

Fyrstu tilkynningar um gróðureldinn bárust í gærmorgun og hefur hvass vindur kynt undir logunum og hraðað útbreiðslu þeirra. Þyrlur hafa verið notaðar til að sleppa vatni yfir eldinn til að reyna að ná tökum á honum.

Engar fregnir hafa borist af eyðileggingu húsa eða manntjóni, en Kahului-flugvellinum var lokað um tíma er reykurinn barst þar yfir.

mbl.is
Fasteignir
Leitar þú að fasteignasala? Ég sel fyrir þig. Vertu í sambandi. Sigrún Ma...
Útsala ! Kommóða og eldhússtólar...
Till sölu 3ja skúffu kommóða,ljós viðarlit. Lítur mjög vel út.. Verð kr 2000......
Rafstöðvar DEK 30 KW 400/230 50 HZ Deutz 50 kw
Rafstöðvar varafl , 30 kw og 50 kw ,útvegum allar stærðir.Verð frá 990þ +vsk Vi...
Húsaviðgerðir
https://www.husco.is/...