A$AP Rocky laus úr haldi

A$AP var handtekinn 3. júlí ásamt þremur öðrum eftir slagsmál …
A$AP var handtekinn 3. júlí ásamt þremur öðrum eftir slagsmál í Stokkhólmi 30. júní. Nú hefur honum verið sleppt úr haldi. AFP

Rapparanum A$AP Rocky hefur verið sleppt úr haldi í Svíþjóð. Hann er á leiðinni heim til Bandaríkjanna og Donald Trump Bandaríkjaforseti getur tekið gleði sína á ný. Sem hann gerir. Lífverðir A$AP eru einnig lausir úr haldi.

Réttað hefur verið yfir A$AP síðustu daga vegna ásakana um alvarlega líkamsárás. Í réttinum í dag var kveðið á um að rapparanum skyldi sleppt úr haldi og að hann skyldi frjáls ferða sinna, alltént þar til úrskurður dómara lægi fyrir. Það verður 14. ágúst. Má skilja þessa atburðarás sem svo að ólíklegt hlýtur að teljast að hann verði fundinn sekur. Hann hafði lýst yfir sakleysi sínu og sagst hafa stigið inn í ógnvænlegar aðstæður til að stilla til friðar.

Trump fagnar nýfengnu frelsi A$AP mjög. Hann hefur farið mikinn á Twitter síðustu vikur og tjáð þá ósk sína að rapparinn verði látinn laus úr prísundinni í Svíþjóð. Hann hefur meðal annars farið þess sérstaklega á leit við Stefan Löfven, forsætisráðherra Svía.

A$AP, sem er þrítug­ur og heit­ir réttu nafni Rakim Mayers, var hand­tek­inn vegna lík­ams­árás­ar 3. júlí ásamt þrem­ur öðrum eft­ir slags­mál á göt­um Stokk­hólms 30. júní. Að honum hafi verið sleppt í dag þýðir sennilega að annaðhvort að hann verði ekki dæmdur sekur eða að minnsta kosti að fangelsisdómurinn verði skilorðsbundinn.

A$AP Rocky, til vinstri, og lögmaður hans Slobodan Jovicic til …
A$AP Rocky, til vinstri, og lögmaður hans Slobodan Jovicic til hægri, eins og teiknari í réttarsal sá þá fyrir sér. AFP
mbl.is

Bloggað um fréttina