Fimm fórust í sprengingunni

Eldflaugatilraunir eru aðallega stundaðar á herstöðinni og varð slysið við …
Eldflaugatilraunir eru aðallega stundaðar á herstöðinni og varð slysið við prófun á eldflaugarhreyfli. AFP

Kjarnorkumálastofnun Rússlands segir að fimm hafi farist og þrír slasast í sprengingunni sem varð á prófunarstöð rússneska sjóhersins í norðurhluta landsins á fimmtudag.

Herinn hafði áður greint frá því að tveir hefðu látið lífið.

Yfirvöld í nærliggjandi borg segja að slysið hafi aukið geislavirkni í andrúmsloftinu en herinn neitar því.

Eldflaugatilraunir eru aðallega stundaðar á herstöðinni og varð slysið við prófun á eldflaugarhreyfli.

mbl.is