Trump hrósar Bolsonaro

Donald Trump og Bolsonaro í Hvíta húsinu í júlí síðastliðnum.
Donald Trump og Bolsonaro í Hvíta húsinu í júlí síðastliðnum. AFP

Donald Trump Bandaríkjaforseti er ánægður með störf Jair Bolsonaro, forseta Brasilíu, vegna skógareldanna í Amazon og heitir honum fullum stuðningi.

Þessu greindi Trump frá á Twitter. Áhyggjur hafa víða verið uppi um áhrif eldanna á loftslag heimsins og að Bolsonaro hafi ekki gert nægilega mikið til að slökkva þá.

Bolsonaro og Emmanuel Macron Frakklandsforseti hafa meðal annars átt í deilum vegna eldanna.

Bolsonaro „er að leggja mjög hart að sér vegna eldanna í Amazon og er almennt að vinna frábært starf fyrir almenning í Brasilíu – Ekki auðvelt,” tísti Trump.

„Hann og landið hans nýtur fullt stuðnings Bandaríkjanna!”

mbl.is