Fór fjórar ferðir yfir Ermarsund

Bandarísk kona varð fyrsta manneskjan til þess að synda yfir Ermarsund fjórum sinnum án þess að stoppa á milli ferða í morgun.

Sarah Thomas, sem er 37 ára gömul, hóf sundið snemma á sunnudag og lauk því í morgun eftir að hafa verið á sundi í 54 klukkustundir. Síðasti hluti áskorunarinnar var afar erfiður þar sem vont var í sjóinn og mikill öldugangur. Thomas, sem er afrekskona í sundi, tileinkaði afrekið öllum þeim konum sem hafa fengið brjóstakrabbamein og komist yfir veikindin. Hún lauk sjálf meðferð við brjóstakrabbameini fyrir ári. 

Aðeins þrír einstaklingar hafa áður náð því að synda þrisvar í röð yfir Ermarsundið og aldrei áður hefur það verið gert í fjórgang.

Frétt BBC

Í síðustu viku luku sex íslenskar konur, Marglytturnar, við boðsund yfir Ermarsundið. 

Sarah Thomas.
Sarah Thomas. Facebook-síða sundsins.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert