Jakob Elleman-Jensen nýr formaður Venstre

Jakob-Ellemann-Jensen er nýr formaður danska hægriflokksins Venstre.
Jakob-Ellemann-Jensen er nýr formaður danska hægriflokksins Venstre. Skjáskot/DR

Jakob-Ellemann-Jensen var kjörinn nýr formaður Venstre í Danmörku á landsfundi flokksins í dag. Tekur hann við af Lars Løkke Rasmusen sem hefur gegn formannsstöðunni síðasta áratuginn. Elleman-Jensen er tíundi formaður flokksins. 

Þá var Inger Støjberg kjörin varaformaður Venstre en hún hafði betur gegn Ellen Trane Nørby með 577 atkvæðum gegn 206. 

Inger Støjberg var kjörin varaformaður Venstre á landsfundi flokksins í …
Inger Støjberg var kjörin varaformaður Venstre á landsfundi flokksins í dag. Skjáskot/DR

Lars Løkke sagði af sér formannsembætti flokksins í lok ágúst. Tölu­verður styr hef­ur staðið um stöðu hans síðustu vik­ur eft­ir að rík­is­stjórn hans féll í þing­kosn­ing­um í júní. Flokk­ur hans bætti að vísu við sig fylgi en sök­um slæmr­ar út­reiðar stuðnings­flokks­ins, Danska þjóðarflokks­ins, féll meiri­hlut­inn og jafnaðar­menn mynduðu rík­is­stjórn. 

Elleman-Jensen var einn í framboði og hlaut hann dynjandi lófatak þegar hann gekk upp á svið til að flytja framboðsræðu sína. Um 850 flokksmenn sitja fundinn. Þegar Elleman-Jensen lauk máli sínu tók hann formlega við formennsku flokksins. Að því loknu var hann baðaður í „konfettí“ og flokksmönnum sýndar kveðjur frá þremur fyrrverandi formönnum flokksins, þeim Lars Løkke Rasmusen, Anders Fogh Rasmusen og Uffe Elleman-Jensen, sem er jafnframt faðir nýja formannsins.

Bein textalýsing DR frá landsfundi Venstre

mbl.is