Banksy opnar eigin netverslun

Síðan er ekki enn komin í loftið, það eina sem …
Síðan er ekki enn komin í loftið, það eina sem þar sést nú er mynd af manni sem selur Banksy verk úr skottinu á bílnum sínum. Skjáskot/Bbay

Dularfulli listamaðurinn Banksy hefur komið á fót sinni eigin netverslun. Þar fær ekki hver sem er að versla en mögulegir kaupendur þurfa að sanna sig fyrir kaupin. 

Á síðunni, Bbay, mun Banksy meðal annars selja skothelt vesti sem rapparinn Stormzy klæddist á Glastonbury, legstein og handtöskur úr múrsteinum. BBC greinir frá þessu. 

Banksy er ekki þekktur fyrir að fara hefðbundnar leiðir. Hann mun handvelja hugsanlega kaupendur og vill loka fyrir söluaðila. 

Vestið sem rapparinn Stormzy klæðist hér á Glastonbury-hátíðinni verður til …
Vestið sem rapparinn Stormzy klæðist hér á Glastonbury-hátíðinni verður til sölu í netverslun Banksy. AFP

Hver einasti kaupandi þarf að svara spurningu á síðunni þar sem viðkomandi útskýrir hvers vegna list skiptir máli. 

„Óháður dómari mun skoða svörin og velja þær umsóknir sem dómaranum þykja vænlegastar og frumlegastar“, segir á síðunni. Þar er sömuleiðis tekið fram að dómarinn sé atvinnuuppistandari. 

Stuttermabolir með þessu verki Banksy eru meðal þess sem til …
Stuttermabolir með þessu verki Banksy eru meðal þess sem til sölu verður á vefsíðunni. AFP

Vill ekki að fólk fjárfesti

Vinsældir Banksy og lágt verð á verkunum sem eru til sölu verða líklega til þess að eftirspurn eftir listaverkunum verður meiri en framboðið. 

Mörg verkanna eru úr innsetningu sem Banksy setti upp í tómu verslunarrými í Croydon í suður London fyrir tveimur vikum. Listamaðurinn hefur undandarið staðið í lagalegri deilu við fyrirtæki sem vill eigna sér vörumerki Banksy á þeim grundvelli að hann hafi ekki notað það fyrir eigin varning. 

„Vinsamlegast ekki kaupa verk vegna þess að þú telur að það sé góð fjárfesting, kauptu það vegna þess að þú fýlar það“, segir á síðunni. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert