Lík Francos fjarlægt í vikunni

Franco var ein­ræðis­herra yfir Spáni 1936-1975.
Franco var ein­ræðis­herra yfir Spáni 1936-1975. AFP

Jarðneskar leifar spænska einræðisherrans Francisco Francos verða fjarlægðar úr grafhýsi í grennd við Madríd á fimmtudaginn. Rík­is­stjórn Spán­ar samþykkti flutn­ing­inn í ágúst en stjórn­in vill ekki að Spánn heiðri minn­ingu ein­ræðis­herra.

Afkomendur Francos mótmæltu ákvörðuninni en Hæstiréttur landsins staðfesti í lok september að heimilt væri að flytja líkið.

Það verður flutt í El Pardo-kirkjugarðinn, skammt norðan við Madríd.

Franco var ein­ræðis­herra yfir Spáni 1936 — 1975. Hann var graf­inn í graf­hýsi rétt utan við Madríd sem hann lét byggja eft­ir borg­ara­stríðið á Spáni á fjórða ára­tug síðustu ald­ar. Þar hvíla her­menn sem féllu í stríðinu.

mbl.is