Saka Pence um „hroka og hræsni“

Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna.
Mike Pence, varaforseti Bandaríkjanna. AFP

Stjórnvöld í Kína hafa saka „Íslandsvininn“ og varaforseta Bandaríkjanna Mike Pence um „hroka og hræsni“ eftir að Pence lýsti yfir stuðningi við mótmælendur í Hong Kong.

Auk þess sakaði Pence NBA-deildina um undirgefni gagnvart stjórnvöldum í Kína.

Hua Chunying, talsmaður kínverska utanríkisráðherrans, sagði á blaðamannafundi í morgun að bandarísk stjórnvöld ættu frekar að sleppa því að varpa einhverju fram án ábyrgðar.

Kínversk stjórnvöld lýstu reiði sinni yfir Twitter-færslu Daryl Morey, framkvæmdastjóra NBA-liðsins Houston Rockets, í byrjun október. 

„Berj­ist fyr­ir frelsi, standið með Hong Kong,“ skrifaði Mor­ey í færsl­unni um­deildu sem var fjar­lægð fljót­lega eft­ir birt­ingu. 

Mót­mæli hafa staðið yfir reglu­lega í Hong Kong síðan snemma í júní og hef­ur of­beldi færst í auk­ana und­an­farið. Upp­haf ­þeirra má rekja til laga­frum­varps, sem kynnt var í apríl, sem heim­ila átti framsal meintra brota­manna til meg­in­lands Kína. Þau þróuðust síðan í ákall um aukn­ar lýðræðis­um­bæt­ur og að kín­versk stjórn­völd létu sjálfs­stjórn­ar­borg­ina af­skipta­lausa. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert