Jimmy Carter á sjúkrahúsi

Jimmy Carter fyrrverandi Bandaríkjaforseti. Myndin var tekin í mars í ...
Jimmy Carter fyrrverandi Bandaríkjaforseti. Myndin var tekin í mars í fyrra. AFP

Jimmy Carter, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, var lagður inn á sjúkrahús í gær þar sem hann mun gangast undir aðgerð til að minnka þrýsting á heila hans eftir að hafa dottið og fengið áverka á höfði.

Carter er 95 ára og var forseti Bandaríkjanna 1976 — 1980.

Í yfirlýsingu frá Carter-miðstöðinni, friðarmiðstöð sem hann stofnaði eftir forsetatíð sína, segir að eiginkona hans, Rosalynn, sé honum til halds og trausts á sjúkrahúsinu.

Fyrrverandi forsetahjón Bandaríkjanna: Jimmy og Rosalynn Carter. AFP

Carter dvaldi í þrjá daga á sjúkrahúsi í fyrra eftir mjaðmargrindarbrot. Árið 2015 greindi hann frá því opinberlega að hann hefði greinst með krabbamein í heila, en fékk geislameðferð við því sem bar góðan árangur.

mbl.is