Ráðherrarnir búnir að segja af sér

Bernhard Esau, sjávarútvegsráðherra Namibíu.
Bernhard Esau, sjávarútvegsráðherra Namibíu. Mynd/Skjáskot úr þætti Kveiks

Bernhard Esau sjávarútvegsráðherra Namibíu og Sacky Shanghala dómsmálaráðherra landsins eru búnir að segja af sér embættum sínum. Frá þessu er greint á namibíska fréttamiðlinum The Namibian, sem hefur tekið þátt í umfjöllun sem byggir á yfir 30.000 skjölum frá íslenska sjávarútvegsfyrirtækinu Samherja, í samstarfi við Wikileaks, RÚV, Stundina og Al Jazeera.

Greint var frá því í namibískum miðlum í morgun að Hage Geingob, forseti Namibíu, væri á þeirri skoðun að ráðherrarnir tveir þyrftu að víkja eftir að fjallað var um málefni þeirra í namibískum fjölmiðlum.

Báðir eru þeir sagðir hafa þegið mútugreiðslur frá Samherja í skiptum fyrir að beita sér í þágu hagsmuna fyrirtækisins.

Fram kemur í frétt The Namibian að forseti landsins hafi þó vitað af málinu frá því fyrr á árinu, eftir að ríkissaksóknari Namibíu lét hann vita af ásökunum þess efnis að ráðherrarnir tveir væru flæktir í vafasöm mál.

Sacky Shanghala, fráfarandi dómsmálaráðherra Namibíu (t.v.), ásamt Jóhannesi Stefánssyni, uppljóstrara …
Sacky Shanghala, fráfarandi dómsmálaráðherra Namibíu (t.v.), ásamt Jóhannesi Stefánssyni, uppljóstrara og þáverandi starfsmanni Samherja, árið 2014. Ljósmynd/Wikileaks
mbl.is

Bloggað um fréttina