Starfsmenn Amazon gengu út

Starfsmennirnir gengu út í morgun.
Starfsmennirnir gengu út í morgun. AFP

Hundruð starfsmanna Amazon í Þýskalandi gengu út af vinnustað sínum í morgun á sama tíma og fyrirtækið hóf „svartan föstudag“ með tilheyrandi tilboðum.

Barátta hefur staðið yfir í langan tíma á meðal starfsmanna fyrir hærra kaupi og bættum vinnuaðstæðum.

Verkfallið, sem verkalýðsfélagið Verdi stendur á bak við, á að standa yfir til þriðjudagsmorguns og verður því einnig í gangi þegar svokallaður „Cyber Monday“ fer fram.

Um 13 þúsund manns starfa fyrir Amazon í Þýskalandi.

mbl.is