Stríð sem verði að stöðva

AFP

Antonio Guterres, aðalframkvæmdastjóri Sameinuðu þjóðanna, segir að alvarleg áhrif loftlagsbreytinga, sem ógni lífi, séu viðbrögð náttúrunnar við árásum mannkynsins. 

„Áratugum saman hefur mannfólk átt í stríði við jörðina, og nú hefur hún snúið vörn í sókn,“ sagði Guterres. Þetta sé stríð sem verði að stöðva. Hann fordæmdi „algjörlega ófullnægjandi“ aðgerðir sem stærstu efnhagsveldi heims hafa gripið til til að draga úr losun koltvísýrings á heimsvísu. 

Antonio Guterres.
Antonio Guterres. AFP

„Við stöndum frammi fyrir alþjóðlegri loftlagsvá og tímapunkturinn þar sem ekki er lengur hægt að snúa til baka er ekki lengur langt fyrir utan sjóndeildarhringinn, heldur sýnilegur og nálgast okkur hratt.“

Guterres vísaði í nýja skýrslu SÞ, sem verður birt á þriðjudag, en þar er staðfest að undanfarin fimm ár séu þau hlýjustu frá því mælingar hófust. Búist er við að árið 2019 verði það annað hlýjasta í sögunni. 

„Hamförum sem tengjast loftslagsbreytingum fer fjöglandi, eru mannskæðari og eyðileggja meira,“ sagði Guterres ennfremur. Á morgun hefst COP25-loftslagsráðstefnan sem fer fram í Madríd á Spáni. Alls munu fulltrúar frá 196 þjóðum taka þátt.

Hann segir váin ógni heilsu fólks og matvælaöryggi í heiminum, og benti á að rekja megi um sjö milljón dauðsföll árlega beint til loftmengunar. 

mbl.is