10 manns særðust í skotárás í New Orleans

Skotárásin átti sér stað franska hverfinu í New Orleans sem …
Skotárásin átti sér stað franska hverfinu í New Orleans sem er vinsæll ferðamannastaður. Ljósmynd/Wikipedia.org

10 manns særðust þar af tveir alvarlega í skotárás í franska hverfinu í New Orleans í Bandaríkjunum í gær. Lögreglan hefur ekki handtekið neinn í tengslum við árásina en hefur yfirheyrt einn einstakling. Sá var nálægt staðnum þar sem árásin átti sér stað. Hann verður yfirheyrður áfram. 

Tala særðra var framan af á reiki en lögreglan hefur staðfesta að um 10 manns hlutu skotsár.

Mikil mannmergð var á svæðinu enda franska hverfið eftirsóttur ferðamannastaður, auk þess var þakkargjörðarhátíðin nýafstaðin og á sama tíma var fjölmennur ruðningsleikur í bænum. 

Lögreglan brást skjótt við árásinni en óvenjumargir lögreglumenn voru á vakt vegna mannfagnaðanna. Þegar skothríðin hófst áttaði lögreglan sig ekki á því hvaðan hún kom og taldi í fyrstu að árásinni væri beint að henni.    

Skotárásir eru tíðar í Bandaríkjunum en byssueign almennings er útbreidd. Árlega falla um 40 þúsund manns í slíkum árásum.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert