Segja „vegi dauðans“ vera í Túnis

Kais Saied, forseti Túnis sem er fyrir miðri mynd, ræddi …
Kais Saied, forseti Túnis sem er fyrir miðri mynd, ræddi við opinbera starfsmenn á slysavettvangi. AFP

Alls hafa 26 látist í rútuslysi í Túnis sem varð í gær þegar rúta féll fram af kletti. 17 manns liggja á slasaðir á sjúkrahúsi. Óttast er að tala látinna eigi eftir að hækka.

Ferðamennirnir í rútunni voru allir frá Túnis. Leiðin lá í fallegt fjallaþorp, Ain Dra­ham, sem er ákaf­lega eft­ir­sótt­ur ferðamannastaður. 

Rút­an fór í gegn­um járn­grind­verk, féll fram af klett­in­um og niður í gljúf­ur. Þetta er eitt af mannskæðustu umferðarslysunum í landinu. Ekki liggur fyrir hvað olli slysinu en rannsókn er hafin.

Forseti landsins, Kais Saied, og forsætisráðherrann Youssef Chahed, hafa báðir farið á slysstaðinn.  

Mikil reiði hefur brotist út á meðal íbúa í landinu þar sem stjórnvöld eru harðlega gagnrýnd fyrir skort á viðhaldi á vegum og kallað er eftir úrbótum. Vegir landsins eru kallaðir „vegir dauðans“. 

Eitthvað virðist vera til í þessari gagnrýni því um­ferðarör­yggi er ábóta­vant í Tún­is og mann­skæð bíl­slys eru tíð. Árið 2015 var landið í öðru sæti Alþjóðaheil­brigðismála­stofn­un­ar­inn­ar yfir þjóðir í norðurhluta Afr­íku með hæstu dán­artíðni í um­ferðinni. Tún­is kom á eft­ir hinu stríðshrjáða landi Líb­íu.

Rútan hrapaði fram af kletti og hafnaði ofan í gili.
Rútan hrapaði fram af kletti og hafnaði ofan í gili. AFP
mbl.is