22 létust í rútuslysi í Túnis

Ferðamennirnir ætluðu til fjallaþorpsins Ain Draham í Túnis.
Ferðamennirnir ætluðu til fjallaþorpsins Ain Draham í Túnis. Ljósmynd/Wikipedia.org

22 létust í rútuslysi í Túnis og 21 slasaðist. Allir farþegarnir voru heimamenn. Rútan var á leið í gegnum Ain Snoussi-hérað þegar rútan ók fram af kletti, samkvæmt upplýsingum frá innanríkisráðuneyti Túnis. 

Rútan fór í gegnum járngrindverk, féll fram af klettinum og niður í gljúfur. Hinir slösuðu voru allir fluttir á nærliggjandi sjúkrahús.    

Áfangastaður þeirra var fallegi fjallabærinn Ain Draham sem er ákaflega eftirsóttur ferðamannastaður einkum á haustin.   

Umferðaröryggi er ábótavant í Túnis og mannskæð bílslys eru tíð. Árið 2015 var landið í öðru sæti Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar yfir þjóðir í norður hluta Afríku með hæstu dánartíðni í umferðinni. Túnis kom á eftir hinu stríðshrjáða landi Líbíu.

Sérfræðingar segja að fjöldi slysa megi rekja til skorts á viðhaldi á vegum, lélegum ökutækjum og glæfralegum akstri. Yfirvöld segjast meðvituð um vandamálið en segja að allur þungi þeirra fari í að standa vörð um öryggi borgaranna vegna árása jíhadista og því hafa þessi málaflokkur orðið útundan.

mbl.is