83 manns syntu í land við illan leik

Flestir sem voru um borð í bátnum voru frá Gambíu. …
Flestir sem voru um borð í bátnum voru frá Gambíu. Mynd úr safni. AFP

Að minnsta kost 58 flóttamenn drukknuðu þegar bátur þeirra sökk úti fyrir strönd Máritíus við vesturströnd Afríku. Hins vegar náðu 83 einstaklingar að synda til lands og var þeim veitt aðhlynning. 

Þetta er sjötta mannskæðasta sjóslysið á meðal flóttamanna í heimum sem leggja líf sitt í hættu í von um betra líf, samkvæmt upplýsingum frá Flóttamannastofnun Sameinuðu þjóðanna.   

Flestir flóttamannanna eru frá Banjul, höfuðborg Gambíu, og freistuðu þess að komast á Kanaríeyjaklasa Spánar. Báturinn sem lagði af stað frá Gambíu 27. nóvember sökk um 25 kílómetra norður af borginni Nouadhibou. Báturinn steytti á skeri og við það gaf vélin sig. 

Samkvæmt upplýsingum frá þeim sem lifðu hrakningarnar af voru að minnsta kosti 150 manns, þeirra á meðal voru konur og börn. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert