Óprúttinn starfsmaður einkaþotufyrirtækis hjálpaði Ghosn

Car­los Ghosn, fyrr­ver­andi for­stjóri bif­reiðafram­leiðand­ans Nis­s­an, seg­ist hafa skipu­lagt flótt­ann …
Car­los Ghosn, fyrr­ver­andi for­stjóri bif­reiðafram­leiðand­ans Nis­s­an, seg­ist hafa skipu­lagt flótt­ann úr stofufang­elsi í Jap­an í lok síðasta árs einn og óstudd­ur. Forsvarsmaður tyrknesks einkaþotufyrirtækis fullyrðir að óprúttinn starfsmaður fyrirtækisins hafi komið Ghosn til aðstoðar. AFP

Óprúttinn starfsmaður tyrknesks einkaþotufyrirtækis, MNG jet, hjálpaði Car­los Ghosn, fyrr­ver­anda for­stjóra bif­reiðafram­leiðand­ans Nis­s­an, að flýja úr stofufangelsi í Japan til Líbanons. Þetta fullyrðir forsvarsmaður fyrirtækisins og segir hann starfsmanninn hafa verið einan að verki. 

Ghosn flúði Jap­an í lok des­em­ber en þar hef­ur hann verið sakaður um stór­felld skattsvik sem hann neit­ar. Ghosn segist hafa skipulagt flóttann einn og óstuddur. 

For­stjór­inn fyrr­ver­andi flúði með einka­flug­vél til Ist­an­búl í Tyrklandi og þaðan með ann­arri einka­flug­vél til Líb­anons þar sem hann hef­ur óskað eft­ir alþjóðlegri vernd. 

Starfsmaður MNG jet á að hafa falsað fluggögn og skipulagt útbúið tvo farseðla fyrir Ghosn á mismunandi nöfnum, frá Osaka til Istanbúl og þaðan til Beirút. Ghosn fædd­ist í Bras­il­íu en er af líb­önsk­um upp­runa og ólst upp í Líb­anon. Hann er með bras­il­ískt, líb­anskt og franskt rík­is­fang en hann fram­vísaði frönsku vega­bréfi við kom­una til Líb­anons.

Blaðamenn umkringja hús sem er í eigu Carlos Ghosn í …
Blaðamenn umkringja hús sem er í eigu Carlos Ghosn í hverfi auðmanna í Beirút í Líbanon. AFP

Miklar vangaveltur eru uppi um hvernig Ghosn tókst að flýja og útgáfan sem hefur fengið hvað mesta athygli gengur út á að Ghosn hafi falið sig í stór­um hljóðfæra­kassa og aðstoðar­menn hans dul­búið sig sem tón­list­ar­menn. Japanska fréttastofan NHK sagðist í dag hafa heimildir fyrir því að Ghosn sæist yfirgefa heimili sitt í Tókýó á öryggismyndavélum daginn örlagaríka. 

MNG jet hyggst leggja fram kæru á hendur starfsmanninum sökum ólögmætrar notkunar á þjónustu fyrirtækisins.

Frétt BBC

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert