Sjö ára drengur varð fyrir smárútu og lést

Ljósmynd/Wikipedia.org

Sjö ára drengur lést í Bretlandi í gær þegar hann varð fyrir smárútu á leið heim úr skólanum sínum í bænum Monmouth.

Fram kemur á fréttavef breska dagblaðsins Daily Telegraph að ökumaður rútunnar, 45 ára gamall karlmaður, hafi verið handtekinn í dag grunaður um að hafa valdið dauða drengsins með gáleysislegum akstri.

Málið er í rannsókn að sögn lögreglunnar og hefur verið óskað eftir vitnum að atvikinu á meðal almennings.

mbl.is