Fyrsta dauðsfallið vegna veirunnar utan Kína

Sjúkrabíll fyrir utan sjúkrahúsið San Lazaro í Manila.
Sjúkrabíll fyrir utan sjúkrahúsið San Lazaro í Manila. AFP

Stjórnvöld á Filippseyjum hafa tilkynnt um fyrsta dauðsfallið utan Kína af völdum kórónaveirunnar. Eykur þetta áhyggjur fólks víðs vegar um heim af faraldrinum sem hefur orðið yfir 300 manns að bana.

Dauðsfallið kemur á sama tíma og fjöldi stjórnvalda um heim allan  hefur lokað landamærum sínum fyrir fólki frá Kína til að koma í veg fyrir útbreiðslu veirunnar.

Frá því að hún greindist fyrst í kínversku borginni Wuhan seint á síðasta ári hefur veiran smitað um 14 þúsund manns víða um Kína og breiðst út til 24 landa.

Ferðamenn í kóreskum klæðnaði skoða Gyeongbokgung-höllina í Seúl í Suður-Kóreu.
Ferðamenn í kóreskum klæðnaði skoða Gyeongbokgung-höllina í Seúl í Suður-Kóreu. AFP

Sá sem lést í Filippseyjum var 44 ára kínverskur maður frá Wuhan, að sögn Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar. Greint var frá andláti hans stuttu eftir að höfuðborgin Manila tilkynnti að erlendum ferðamönnum frá Kína verði þegar í stað meinuð innganga í landið.

„Þetta er fyrsta dauðsfallið sem hefur verið tilkynnt utan Kína,“ sagði Rabindra Abeyasinghe, fulltrúi Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar í Manila.

Francisco Duque, í miðjunni, heilbrigðisráðherra Filippseyja.
Francisco Duque, í miðjunni, heilbrigðisráðherra Filippseyja. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert