425 látnir af völdum kórónuveirunnar

Farþegar með andlitsgrímur bíða eftir flugmiðum frá Los Angeles til …
Farþegar með andlitsgrímur bíða eftir flugmiðum frá Los Angeles til kínversku borgarinnar Sjanghæ. AFP

Alls hafa 425 látist af völdum kórónuveirunnar. Yfirvöld í kínverska héraðinu Hubei greindu í kvöld frá 64 dauðsföllum til viðbótar af völdum veirunnar.

Að sögn heilbrigðisyfirvalda í Hubei hefur fjöldi smitaðra aukist og eru ný tilfelli nú 2.345 talsins.

Í morgun barst tilkynning um að 362 væru látnir af völdum veirunnar. 

Hátt í 20 þúsund smitast

Samanlagt hafa því 19.559 smitast af veirunni, sem hefur breiðst út frá Kína til yfir 20 landa. Eitt dauðsfall hefur orðið utan Kína, eða á Filippseyjum.

Kínversk yfirvöld segjast nauðsynlega þurfa á fleiri andlitsgrímum að halda, hlífðarfatnaði og öryggisgleraugum til að berjast gegn útbreiðslu veirunnar.

AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert