Viðgerðarkostnaður kominn í 13,2 milljarða

Big Ben er í Elísabetar-turni.
Big Ben er í Elísabetar-turni. AFP

Kostnaður við að gera við Elísabetar-turn, sem hýsir Big Ben, hefur aukist um 18,6 milljónir punda og er kominn í tæplega 80 milljónir punda, sem svarar til 13,2 milljarða króna.

Í frétt Guardian kemur fram að rekja megi aukinn kostnað til þess að asbest fannst í byggingunni auk þess sem sprengja í seinni heimsstyrjöldinni olli meiri skemmdum á turninum en talið var. Jafnframt hefur mengun valdið vanda en unnið hefur verið að viðgerðinni frá árinu 2017. Turninn, sem er 177 ára gamall, er 96 metrar á hæð. 

Frétt BBC

Elísabetar-turni hefur verið pakkað inn í tæp þrjú ár.
Elísabetar-turni hefur verið pakkað inn í tæp þrjú ár. AFP
mbl.is