Fyrsta smitið í Afríku

Eitt tilfelli kórónuveirunnar COVID-19 hefur greinst í Afríku.
Eitt tilfelli kórónuveirunnar COVID-19 hefur greinst í Afríku. AFP

Egypskra heilbrigísráðuneytið greindi í dag frá fyrsta smiti kórónuveirunnar COVID-19 þar í landi og er það um leið fyrsta tilfellið sem greinist í Afríku.

Ekki var greint frá því hvers lenskur sá sem greindist með veiruna er en fram kom að viðkomandi hefði ekki sýnt nein sérstök einkenni áður en hann greindist með hana.

Yfirvöld í Egyptalandi hafa greint Alþjóðaheil­brigðismála­stofn­un­inni (WHO) frá smitinu og sjúklingnum hefur verið komið fyrir í einangrun.

mbl.is