Domingo biður konurnar afsökunar

Tenórinn Placido Domingo.
Tenórinn Placido Domingo. AFP

Plácido Domingo hefur beðist afsökunar á því að hafa sært þó nokkrar konur sem sökuðu hann um kynferðislega áreitni.

Óperusöngvarinn heimsfrægi sagði af sér sem framkvæmdastjóri óperunnar í Los Angeles eftir að ásakanirnar komu fram. 

Alls hafa 20 konur sakað Domingo um kynferðislega áreitni og óviðeigandi hegðun. Hann hefur neitað öllum ásökunum.

„Ég virði það að þessar konur hafi loksins getað stigið fram til að segja frá,“ sagði Domingo í yfirlýsingu, að sögn BBC. „Mig langar að segja þeim að ég er virkilega leiður yfir því að hafa valdið þeim skaða.“ Hann bætti við: „Ég tek fulla ábyrgð á gjörðum mínum og ég hef þroskast vegna þessarar reynslu.“

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert