Heimila rannsókn á stríðsglæpum í Afganistan

Alþjóðaglæpadómstóllinn í Haag hefur heimilað rannsókn á meintum stríðsglæpum í …
Alþjóðaglæpadómstóllinn í Haag hefur heimilað rannsókn á meintum stríðsglæpum í Afganistan og snúið þannig við fyrri úrskurði. AFP

Alþjóðaglæpadómstóllinn í Haag hefur heimilað rannsókn á meintum stríðsglæpum í Afganistan og snúið þannig við fyrri úrskurði. 

Fatou Ben­souda, sak­sókn­ari glæpa­dóm­stóls­ins, hef­ur í þrjú ár óskað eft­ir ít­ar­legri rann­sókn á meint­um stríðsglæp­um í Af­gan­ist­an. 

Beiðninni var hafnað í fyrra en nú getur rannsókn loks hafist. Rannsóknin nær til ódæðisverka afganska stjórnarhersins, Talibana, sem og glæpa sem banda­rísk­ir her­menn og starfs­fólk leyniþjón­ust­unn­ar kunna að hafa framið frá árinu 2003. 

Afganistan á aðild að alþjóðaglæpadómstólnum en það eiga Bandaríkin ekki. Þarlend stjórnvöld viðurkenna ekki að lögsaga dómsins nái til bandarískra ríkisborgara. 

Mannréttindasamtök víða um heim hafa fagnað úrskurði glæpadómstólsins frá því í morgun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert