Smituðum fjölgar hratt á Bretlandi

Það er tómlegt á börum í London.
Það er tómlegt á börum í London. AFP

407 kórónuveirusmit hafa verið staðfest á Bretlandi í dag en alls hafa 1.950 sýkst þar og 56 látist.

Um er að ræða flest smit á einum degi í Bretlandi hingað til í kórónuveirufaraldrinum.

Fram kemur á vef BBC að alls hafi verið skimað fyrir veirunni hjá 6.337 í gær en alls hafi rúmlega 50 þúsund verið skimaðir.

Líkt og í mörgum öðrum löndum Evrópu hefur verið gripið til aðgerða til að reyna að stöðva útbreiðslu veirunnar.

Fólki hefur verið ráðlagt að forðast samkomustaði og bari þar sem margir gætu verið samankomnir. Auk þess er mælst til þess að draga úr ferðalögum og fólk er hvatt til þess að halda sig heima ef það hefur tök á.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert