Forsætisráðherra lækkar laun sín um 20%

Jac­inda Ardern, for­sæt­is­ráðherra Nýja-Sjálands, greindi frá því að hún hyggst lækka laun sín um 20% til næstu sex mánaða. Auk hennar lækka aðrir ráðherrar sem og forstjórar og framkvæmdastjórar yfir helstu opinberu stofnunum einnig í launum um 20% tímabundið. 

Með þessu verður hún af rúmum fjórum milljónum króna. Laun hennar á ári eru um 470 þúsund nýsjálenskir dollarar eða 43 milljónir króna. Eftir þetta verður hún með um 376.000 nýsjálenska dollara á ári eða rúmlega 34 milljónir króna.  

„Þetta hefur ekki endilega úrslitaáhrif um stöðu ríkissjóðs. Þetta snýst meira um að sýna leiðtogahæfni,“ segir Ardern. Ardern segir mikilvægt að taka ábyrgð og segir enn fremur að þetta sé lítið lóð á vogaskálarnar sem hún geti lagt til að jafna launajafnrétti í samfélaginu. Þarna geti stjórnmálamenn gripið til aðgerða í þess vegna geri hún það. 

Þessi kjaraskerðing nær hins vegar ekki til allra annarra almennra opinberra starfsmanna í framlínunni líkt og heilbrigðisstarfsfólks og starfsfólks löggæslunnar. 

Simon Bridges, leiðtogi stjórnarandstöðunnar, hefur einnig gefið út að hann muni lækka í launum um 20%.

Kórónuveiran hefur haft gríðarlega mikil áhrif á efnahag landsins líkt og annarra landa. Atvinnuleysi mælist þar núna um 4% og búist er við því að það gæti náð 26%, samkvæmt verstu spám.  

Þar í landi er samfélagið lokað líkt og víða á meðan reynt er að hefta útbreiðslu veirunnar í samfélaginu. 

Jacinda Ardern, forsætisráðehrra Nýja-Sjálands, ætlar að lækka laun sín sem …
Jacinda Ardern, forsætisráðehrra Nýja-Sjálands, ætlar að lækka laun sín sem og annarra helstu ráðamanna þjóðarinnar tímabundið. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert