Herða reglur vegna sjálfsfróunar

AFP

Stjórnendur IKEA segja að gripið verði til hertra öryggisaðgerða í verslunum fyrirtækisins í Kína eftir að myndskeið sem sýnir konu fróa sér í einni verslun IKEA í Kína fór eins og eldur í sinu um netheima.

Í myndskeiðinu sést kona fróa sér hálfnakin á mismunandi sófum og rúmum í versluninni án þess að aðrir viðskiptavinir taki eftir því hvað hún var að gera að því er segir í frétt AFP-fréttastofunnar.

Búið er að fjarlægja myndskeiðið af samfélagsmiðlum í Kína þannig að ekki er vitað hversu margir horfðu á það áður en það var fjarlægt en níu milljónir hafa horft á myndskeið þar sem IKEA fjallar um málið. 

Þar kemur fram að fyrirtækið fordæmi slíka hegðun og hafi strax tilkynnt þetta til lögreglu í borginni þar sem viðkomandi verslun er, án þess að fram komi um hvaða borg er að ræða. 

IKEA segir að öryggisreglur verði hertar sem og þrif í verslunum fyrirtækisins í Kína og fólk hvatt til þess að skoða sig um í verslunum á siðsaman hátt. 

Ekki hefur verið upplýst um hver konan er né heldur hver tók upp myndskeiðið en einhverjir notendur samfélagsmiðla í Kína telja að upptakan sé frá Guangdong-héraði vegna þess að kantónska, sem er töluð í þessum hluta Kína, heyrist í kallkerfi verslunarinnar í bakgrunninum. Eins er talið að upptakan sé frá því áður en kórónuveirufaraldurinn kom upp þar sem enginn er með andlitsgrímu auk þess sem nánast allt athafnalíf landsins lamaðist um miðjan janúar. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert