Reglur um fjarlægðarmörk framlengdar í Þýskalandi

Kona setur á sig andlitsgrímu við Brandenborgarhliðið.
Kona setur á sig andlitsgrímu við Brandenborgarhliðið. AFP

Þýska ríkisstjórnin hefur ákveðið að framlengja reglur um fjarlægðarmörk vegna kórónuveirunnar til 29. júní.

Þetta kom fram í tilkynningu frá ríkisstjórninni.

Allt að tíu manns verður núna leyft að safnast saman en Þjóðverjar eiga engu að síður að hitta eins fáa og mögulegt er, að því er segir í reglum stjórnvalda sem hafa verið samþykktar.

Angela Merkel, kanslari Þýskalands.
Angela Merkel, kanslari Þýskalands. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert