Fjalla skyndilega um sóttvarnir

Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu.
Kim Jong-un, leiðtogi Norður-Kóreu. AFP

Ríkissjónvarpsstöðin í Norður-Kóreu hóf að nýju umfjöllun um mikilvægi þess að fylgja sóttvarnarreglum vegna heimsfaraldurs kórónveiru. Kemur umfjöllunin í kjölfar viðvarana frá leiðtoga landsins, Kim Jong-Un, sem telur að andvaraleysis hafi gætt í sóttvarnarmálum undanfarnar vikur. 

Ríkisstöðin í Norður Kóreu, KCTV, og aðrar ríkisreknir miðlar þar í landi hættu skyndilega að birta umfjöllun um veiruna í mars. Var hvergi að finna áður birt myndbönd af hitamælingum íbúa, sótthreinsun snertiflata eða ráðleggingar frá læknum. 

Á föstudag varð þó breyting þar á, eða strax sama dag og leiðtoginn hafði gefið út viðvaranirnar. Umræddar viðvaranir voru gefnar á fundi með embættismönnum í Pyongyang, höfuðborg landsins. Sagði Kim að mistök í meðhöndlun á veirunni „gæti haft óafturkræfar og hörmulegar afleiðingar“ fyrir landið. 

Í myndefni sem birt var á skjá landsmanna á föstudagskvöld mátti sjá heilbrigðisstarfsmenn á snyrtistofu þrífa yfirborð og snertifleti vel og vandlega. Innslagið var rétt um 25 sekúndur, en undir lok þess ítrekaði stjórnandi þáttarins mikilvægi þess að fylgja sóttvarnarreglum. 

Hér má skjáskot af innslaginu.
Hér má skjáskot af innslaginu.
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert