Trump gagnrýnir nafnabreytingar

Donald Trump, Bandaríkjaforseti.
Donald Trump, Bandaríkjaforseti. AFP

Donald Trump, Bandaríkjaforseti, gagnrýnir hugsanlegar nafnabreytingar þarlendra íþróttafélaga, en umræddar breytingar hafa mikið verið til umræðu undanfarnar vikur. Nú síðast gaf bandaríska fót­boltaliðið Washingt­on Redskins út að það hygðist endurskoða nafn félagsins. 

Er orðið redskin (ísl. rauðskinni) talið vísa til indí­ána, frum­byggja Norður-Am­er­íku. Ýmsir líta svo á að orðið sé niðrandi í garð frum­byggja Banda­ríkj­anna. Sömuleiðis hafa forsvarsmenn Cleveland Indians gefið út að þeir hyggist endurskoða nafn félagsins. Kom tilkynningin í kjölfar ákalls frá auglýsendum liðsins. 

Í tísti sem Bandaríkjaforseti sendi frá sér í gær gagnrýnir hann hugsanlegar nafnabreytingar harðalega. Segir hann að nöfn liðanna eigi að gefa í skyn styrkleika liðsins en ekki veikleika. Sakar hann liðin sömuleiðis um rétttrúnað. 

 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert