Villigöltur hirti fartölvu af striplingi

Kona sem varð vitni að atvikinu tók myndir af atvikinu …
Kona sem varð vitni að atvikinu tók myndir af atvikinu og kveðst hafa fengið góðfúslegt leyfi mannsins til að birta þær. Ljósmynd/Adele Landauer

Skoplegt atvik varð á nektarnýlendu í Þýskalandi þegar villigöltur hljópst á brott með plastpoka sem innihélt fartölvu eins striplingsins á dögunum.

Striplingurinn elti göltinn og grísina hennar tvo um svæðið, nakinn að sjálfsögðu, öðrum viðstöddum til mikillar skemmtunar.

Kona sem varð vitni að atvikinu tók myndir af atvikinu og kveðst hafa fengið góðfúslegt leyfi mannsins til að birta þær, en ekki fylgir sögunni hvort manninum tókst að endurheimta eigur sínar.

mbl.is