Lögregla beitir táragasi og gúmmíkúlum

Karlmaður liggur á jörðinni í Minsk, höfuðborg Hvíta-Rússlands, umkringdur sérsveitarmönnum.
Karlmaður liggur á jörðinni í Minsk, höfuðborg Hvíta-Rússlands, umkringdur sérsveitarmönnum. AFP

Lögregla í Hvíta-Rússlandi skaut gúmmíkúlum og beitti táragasi gegn mótmælendum sem létu í sér heyra eftir umdeildar forsetakosningar í landinu í gær.

For­seti Hvíta-Rúss­lands, Al­ex­and­er Lúka­sj­en­kó, seg­ir þá sem mót­mælt hafa niður­stöðu for­seta­kosn­inga þar í  landi í gær og í dag, vera að ganga er­inda er­lendra ríkja. Lúka­sj­en­kó var í gær end­ur­kjör­inn for­seti Hvíta-Rúss­lands, sjötta kjör­tíma­bilið í röð.

Samkvæmt vitni sem ræddi við fréttamann AFP skaut óeirðalögregla gúmmíkúlum og beitti táragasi gegn fólki sem mótmælti friðsamlega í miðborg Minsk, höfuðborgar Hvíta Rússlands.

Enn fremur særðist blaðamaður meðal annars við árásir lögreglu.

Kosningaúrslitunum hefur verið mótmælt og þær sagðar falsaðar en Svetl­ana Ts­íkanovskaja, mót­fram­bjóðandi Lúka­sj­en­kós, seg­ir sig raun­veru­leg­an sig­ur­veg­ara kosn­ing­anna. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert