Þrír látnir við Stonehaven

Mikill reykur var á slysstað, í grennd við bæinn Stonehaven …
Mikill reykur var á slysstað, í grennd við bæinn Stonehaven í Aberdeenshire AFP

Þrír létust í lestarslysinu við Stonehaven í Skotlandi og sex hafa verið fluttir á sjúkrahús.

Þetta er haft eftir bresku umferðarlögreglunni, en fram kemur að ekki hafi verið búið að bera kennsl á hin látnu, en talið er að ökumaður lestarinnar sé á meðal þeirra. Talið er að þau sex sem flutt voru á sjúkrahús séu ekki alvarlega slösuð.

Í tilkynningu lögreglunnar kemur fram að fáir hafi verið um borð í lestinni; talið er að gert hafi verið grein fyrir öllum farþegum lestarinnar.

Stonehaven er um 25 kílómetrum sunnan við Aberdeen-borg, en miklar rigningar hafa verið á svæðinu í nótt.

Lestin átti að leggja af stað frá Aberdeen-borg til Glasgow klukkan 06.38 í morgun, að breskum tíma, en ferðinni var frestað vegna mikilla flóða.

Þrír af fjórum vögnum lestarinnar eru taldir hafa farið út af sporinu af völdum jarðrasks.

Af vettvangi
Af vettvangi AFP
mbl.is