Faraldurinn tækifæri fyrir loftslagið

Arnold Schwarzenegger segir að tækifæri felist í uppbyggingu í kjölfar …
Arnold Schwarzenegger segir að tækifæri felist í uppbyggingu í kjölfar veirunnar. AFP

Kórónuveirufaraldurinn gæti verið gífurlegt tækifæri til að endurbyggja hagkerfi heimsins með hreinni orku. Þetta sagði Arnold Schwarzenegger, fyrrum ríkisstjóri Kaliforníu, á árlegri ráðstefnu um loftslagsmál, sem góðgerðafélag kvikmyndastjörnunnar heldur í Austurríki.

Schwarzenegger sagði í ræðu sinni að faraldurinn, sem hafi valdið dauða nær milljón manns og haft gríðarleg efnahagsleg áhrif um heim allan, væri tækifæri til að grípa til aðgerða.

„Nú er þörf er á framsýnum ákvörðunum, þú þegar billjón dollarar og billjón evrur streyma í uppbyggingu á hagkerfum og innviðum í kjölfar faraldursins,” sagði Schwarzenegger.

„Þessir sjóðir eru svo stórir að þeir geta endurmótað samfélög. Þetta er gríðarlegt tækifæri.”

Hann hvatti til þess að peningar væru notaðir til að fjárfesta í uppbyggingu „umhverfisvænna orkuhagkerfa”, sem myndi skapa umhverfisvæn störf og hreinni orku.

Ráðstefnan, sem ber nafnið Austrian World Summit, var haldin í fjórða skipti í ár. Meðal þeirra sem fram komu var varaforseti Framkvæmdarstjórnar Evrópusambandsins, og leiðtogar frá löndum á borð við Austurríki, Slóvakíu og Króatíu.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert