Vill skaðabætur frá Disney og Pixar

Evel Knievel sést hér í tilbúinn í slaginn árið 1974.
Evel Knievel sést hér í tilbúinn í slaginn árið 1974. AP

Sonur áhættuleikarans fræga, Evel Knievel, hefur kært afþreyingarfyrirtækin Disney og Pixar vegna notkunar þeirra á persónunni Duke Caboom, sem fram kemur í kvikmyndinni Toy Story 4. BBC greinir frá þessu. 

Kelly Knievel sakar afþreyingarrisana tvo um að hafa hagnast á persónu föður hans, án leyfis frá Evel Knievel sjálfum. „Hann fórnaði ekki líkama sínum eingöngu til þess að Disney gæti mokað inn háum fjárhæðum,“ er haft eftir syni hans. 

Málinu svarað af hörku

Disney hefur hafnað ásökununum, en talsmaður samsteypunnar hefur greint frá því að fyrirtækið muni verjast málinu af hörku. Segir fyrirtækið að ásakanir Kelly Knievel séu byggðar á sandi og þeim verði svarað. 

Ever Knievel er einn allra þekktasti áhættuleikari síðustu ára, en hann hefur framkvæmt fjölmörg gríðarlega áhættusöm atriði. Í mörgum tilfellum enduðu atriðin með árekstri eða brotlendingu, en Ever Knievel hefur fullyrt að öll bein í líkama hans hafi einhvern tímann brotnað. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert