Forsætisráðherra Finnlands í sóttkví

Sanna Marin mætir í ráðstefnuna í morgun.
Sanna Marin mætir í ráðstefnuna í morgun. AFP

Sanna Marin, forsætisráðherra Finnlands, hefur yfirgefið ráðstefnu Evrópusambandsins og er farin í sóttkví.

Hún var viðstödd fund fyrr í vikunni ásamt finnskum þingmanni sem síðan þá hefur greinst með kórónuveiruna, að því er segir í yfirlýsingu finnsku ríkisstjórnarinnar.

„Forsætisráðherrann yfirgaf í dag Evrópuráðið og bað hún sænska forsætisráðherrann, Stefan Löfven, um að vera fulltrúi Finnlands á lokafundinum,“ sagði í yfirlýsingunni.

AFP
mbl.is