Boris Johnson í sóttkví

Boris Johnson hefur verið sendur í einangrun.
Boris Johnson hefur verið sendur í einangrun. AFP

Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, hefur verið sendur í sóttkví eftir að hafa komist í kynni við manneskju sem var smituð af kórónuveirunni. Þetta staðfestir talsmaður forsætisráðherrans.

Þetta staðfestir talsmaður forsætisráðherrans.

Johnson smitaðist af kórónuveirunni í apríl síðastliðnum en forsætisráðherrann er sagður vera með öllu einkennalaus. Að sögn talsmanns mun Johnson halda áfram að vinna í sóttkví, en þegar hann smitaðist í apríl var hann lagður inn á spítala og var um tíma í öndunarvél.

Johnson fékk fyrirmæli um að fara í sóttkví frá smitrakningarkerfi landsins, en í síðustu viku átti Johnson fund með hópi þingmanna í Downingstræti. Einn þeirra hefur síðan verið greindur með kórónuveiruna.

Í Bretlandi hafa greinst 1,2 milljónir tilfella kórónuveirunnar og rúmlega 50 þúsund manns hafa látist í faraldrinum þar í landi.

Fréttin hefur verið uppfærð.

mbl.is