Bóluefni Moderna samþykkt í Evrópu

Moderna er komið með markaðsleyfi í Evrópu.
Moderna er komið með markaðsleyfi í Evrópu. AFP

Lyfjastofnun Evrópu gaf rétt í þessu grænt ljós á notkun bóluefnis Moderna í álfunni. Bóluefnið er komið með markaðsleyfi og því má gera ráð fyrir að bólusetning með því hefjist sem allra fyrst. Gera má ráð fyrir að bóluefnið fái markaðsleyfi hér á landi strax í kjölfarið.

Að því er segir í tilkynningu Lyfjastofnunar er um að ræða skilyrt markaðsleyfi í Evrópu. Þannig megi nota bóluefnið til að verjast kórónuveirunni, en einungis einstaklingar 18 ára og eldri mega fá bóluefnið. Talið er að bóluefnið veiti 94% vörn við veirunni. 

Von á 128 þúsund skömmtum

Gert er ráð fyr­ir að Ísland fái 5.000 bólu­efna­skammta frá Moderna í janú­ar og fe­brú­ar en eft­ir það verði af­hend­ing­in hraðari. Alls á Ísland von á 128.000 bólu­efna­skömmt­um frá Moderna sem duga fyr­ir 64.000 ein­stak­linga. 

Auk skammta af bóluefni frá Moderna á Ísland von á fleiri sendingum frá lyfjarisanum Pfizer. Fyr­ir ára­mót komu til Íslands 10.000 skammt­ar af bólu­efni frá Pfizer. Fyr­ir ligg­ur að á fyrsta árs­fjórðungi þessa árs verða af­hent­ir til Íslands að lág­marki 45.000 skammt­ar til viðbót­ar. Næsta af­hend­ing er áætluð 20. janú­ar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert