Bandaríkjamenn biðji fyrir komandi ríkisstjórn

Donald Trump.
Donald Trump. AFP

Donald Trump, fráfarandi forseti Bandaríkjanna, sagði í kveðjuávarpi sínu í dag að hann væri fyrsti forsetinn í lengri tíma sem yfirgæfi embættið án þess að hefja stríðsrekstur. Hann hvatti enn fremur Bandaríkjamenn til að biðja fyrir ríkisstjórn Joe Biden.

„Ég er sérstaklega stoltur af því að vera fyrsti forsetinn í áratugi sem hefur ekki stríðsrekstur,“ sagði Trump.

„Við biðjum fyrir velgengni nýrrar ríkisstjórnar þannig að Bandaríkin verði örugg,“ sagði Trump enn fremur en minnist ekki á nafn Joe Biden, sem tekur við forsetaembættinu á morgun.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert