Fleiri Bandaríkjamenn látnir en féllu í seinni heimsstyrjöldinni

Dauðsföll í Bandaríkjunum af völdum Covid-19 eru orðin fleiri en …
Dauðsföll í Bandaríkjunum af völdum Covid-19 eru orðin fleiri en þau sem urðu í seinni heimsstyrjöld þar í landi. WIN MCNAMEE

Fleiri Bandaríkjamenn hafa látist af völdum Covid-19 heldur en féllu í síðari heimsstyrjöld samkvæmt talningu á vegum Johns Hopkins-háskólans. Í kvöld náði tala látinna upp í 405.400 manns en alls létust 405.399 bandarískir hermenn í seinni heimsstyrjöldinni samkvæmt tölum frá skrifstofu uppgjafahermanna Bandaríkjanna.

Tölurnar koma beint í framhaldi af innsetningarathöfn Joe Bidens sem hefur þegar undirritað 15 forsetatilskipanir, eina þess efnis að grímuskylda verði innleidd í bygg­ing­um og land­ar­eign­um sem til­heyra banda­ríska al­rík­inu. Sama tilskipun fól í sér áskor­un til Banda­ríkja­manna um að ganga með and­lits­grím­ur næstu hundrað daga til þess að stemma stigu við upp­gangi kór­ónu­veirunn­ar. 

Fjögur prósent allra jarðarbúa tilheyra Bandaríkjunum en 20% dauðsfalla af völdum Covid-19 hafa orðið í Bandaríkjunum. Sóttvarnastofnun Bandaríkjanna gerir ráð fyrir að faraldurinn nái nýjum hápunkti þegar B.1.1.7.-afbrigðið nær að dreifa sér á næstu mánuðum. 

mbl.is