Buttigieg fyrsti samkynhneigði ráðherrann

Skipun Pete Buttigieg í embætti samgöngumálaráðherra Bandaríkjanna var staðfest af öldungadeild Bandaríkjaþings í dag og er Buttigieg því orðinn fyrsti opinberlega samkynhneigði ráðherrann í sögu landsins.

Buttigieg bauð sig fram í forkosningum demókrata fyrir síðustu forsetakosningar og byrjaði ágætlega áður en fór að halla undan fæti. Buttigieg studdi svo Joe Biden í forkosningunum eftir að hann hætti þátttöku.

Buttigieg er gjarnan kallaður Pete borgarstjóri (e. Mayor Pete) en hann gegndi eitt sinn starfi borgarstjóra í South Bend, Indiana. Buttigieg er einnig fyrrum sjóliðsforingi í bandaríska hernum og þjónaði hann í stríði Bandaríkjanna gegn Afganistan.

Joe Biden Bandaríkjaforseti hefur áður sagt að ríkisstjórn hans sé sú fjölbreyttasta í sögu landsins en fyrirhugað er að öldungadeildin samþykki skipun Alejandro Mayorkas í embætti varnarmálaráðherra og yrði hann fyrsti innflytjandinn af rómönskum ættum til að gegna því embætti.

Pete Buttigieg.
Pete Buttigieg. AFP
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert