Einn skammtur af bóluefni veitir mikla vernd

Breski forsætisráðherrann Boris Johnson fylgist með hjúkrunarfræðingnum Sarah Sowden undirbúa …
Breski forsætisráðherrann Boris Johnson fylgist með hjúkrunarfræðingnum Sarah Sowden undirbúa bólusetningu í Batley í norðurhluta Englands. AFP

Gögn sem safnað hefur verið saman í tengslum við bólusetningar gegn Covid-19 með bóluefni Pfizer/BioNTech og AstraZeneca á Englandi og í Skotlandi sýna að einn skammtur af bóluefni veitir mikla vernd gegn alvarlegum veikindum.

Skammturinn ver einnig ungt fólk við vægum og jafnvel einkennalausum sýkingum, að því er The Guardian greinir frá.

Gögnin vegna fjöldabólusetninga lofa góðu en niðurstöðurnar sanna þó ekki að einn skammtur af bóluefni komi algjörlega í veg fyrir smit. Gögnin sýna aftur á móti að einn skammtur kemur í veg fyrir að sumir smitist, sem ætti að hægja á útbreiðslu faraldursins.

AFP

Þrjár rannsóknir komust að sams konar jákvæðri niðurstöðu um vernd bóluefnanna sem boðið hefur verið upp á, þrátt fyrir að skoðuð hafi verið áhrif á mismunandi hópa fólks.

Í svokallaðri Siren-rannsókn á Englandi kom meðal annars í ljós að einn skammtur af Pfiezer/BioNTech sem heilbrigðisstarfsmenn 65 ára og yngri fengu dró úr hættunni á því að þeir smituðust af veirunni um 70% og eftir seinni skammtinn dró úr hættunni um 85%.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert