Sökuð um sölu á nýburum

AFP

Þýska lögreglan hefur handtekið búlgörsk hjón sem eru grunuð um sölu á börnum. Parið var handtekið í bænum Neunkirchen í sambandsríkinu Saarland á fimmtudag að því er segir í tilkynningu frá lögreglu. CNN greinir frá þessu.

Maðurinn er 58 ára gamall og konan 51 árs. Þau eru sökuð um aðild að skipulögðum glæpahóp sem stundar viðskipti með börn. Yfirvöld í Búlgaríu höfðu gefið út evrópska handtökuskipun á hendur hjónunum. Þau eru talin hafa flutt átta þungaðar konur frá Búlgaríu til Grikklands. Þegar börnin fæddust þar var þeim komið í hendur annarra liðsmanna glæpasamtakanna sem önnuðust endursölu barnanna. Mæðrunum var heitið greiðslu fyrir börn sín. 

Tilkynning lögreglu

mbl.is