Stóð af sér 18 þúsund kílóa sprengju

Sprengingin var á við jarðskjálfa af stærðinni 3,9.
Sprengingin var á við jarðskjálfa af stærðinni 3,9. AFP

Rúmlega 18 þúsund kílóum af sprengiefni var nýlega komið fyrir við skip í þjónustu bandaríska sjóhersins í þeim tilgangi að kanna getu þess til að standa af sér árásir. 

Sprengingin var framkvæmd af hernum og stóð flugvélamóðurskipið Gerald R. Ford sig með stakri prýði. Jarðfræðistofnun Bandaríkjanna mat það svo að sprengingin jafnaðist á við jarðskjálfa af stærðinni 3,9. 

Sprengingin var liður í athugun bandaríska sjóhersins í þeim tilgangi …
Sprengingin var liður í athugun bandaríska sjóhersins í þeim tilgangi að kanna getu flota þess til að standa af sér árásir. AFP

Bandaríski sjóherinn stendur fyrir ýmsum prófunum af þessu tagi á austurströnd Bandaríkjanna þessa dagana. Ford stóðst prófið en skipið hefur nú verið flutt til hafnar þar sem það undirgekkst endurbætur og eftirlit.

Frétt BBC

mbl.is