Canada Goose bindur enda á notkun dýrafelds

Canada Goose hefur notað feld af sléttuúlfum.
Canada Goose hefur notað feld af sléttuúlfum. AFP

Kanadíska fyrirtækið Canada Goose sem selur útivistarfatnað hefur tilkynnt að það muni ekki lengur nota dýrafeld á fatnað sinn. 

Úlpa af tegundinni Canada Goose.
Úlpa af tegundinni Canada Goose.

Fyrirtækið hefur lengi sætt gagnrýni fyrir að nota feld af sléttuúlfum á úlpur sínar. Canada Goose hefur nú gefið út að fyrirtækið muni hætta að kaupa feld af dýrinu fyrir árslok og muni því síðustu úlpurnar með skinninu seljast fyrir lok 2022.

Dýraverndunarsamtök segja ákvörðunina vera mikilvægt skref við afturhvarf frá grimmilegri loðdýratísku.

Frétt á vef BBC

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert